316.6.0.FHTF Frá hugmynd til framkvæmdar

Námsform:
Fjarnám   .
Námskeiðslýsing:

Í þessu námskeiði verður ferlið frá hugmynd til framkvæmdar skoðað í tengslum við frumkvöðlastarf og listsköpun. Námskeiðið býður nemendum að þróa eigin hugmyndir og læra leiðir til að koma þeim í framkvæmd. Tekin verða dæmi af ólíkum frumkvöðlum og verkefnum þeirra og verkferlar greindir. Farið verður yfir mikilvægi þess að gera áætlanir og nemendur læra að draga upp verkefnalýsingar og fjárhagsáætlanir. Undirstöðuatriði í viðskiptaáætlunum verða kennd ásamt leiðum í fjármögnunarferlum.

Verkefnavinna byggir á að nemendur framkvæmi eigin hugmyndir undir leiðsögn.

Tilgangur námskeiðsins er að efla sjálstraust nemenda til að framkvæma hugmyndir sínar og örva þá til að hugsa að tækifærum til nýsköpunar í víðum skilningi. Nemendur læra að greina styrkleika og veikleiga og setja verkefni sín í samhengi við fjármögnunarleiðir sem færar eru.

Hæfniviðmið:

Þekking

  • Þekkja helstu atriði þróunar- og framkvæmdaferils
  • Þekkja frumkvöðlahugtakið og ólíkar myndir þess
  • Skilja þau verkfæri sem notuð eru við framkvæmdir hugmynda

Leikni

  • Geta greint tækifæri fyrir nýjar hugmyndir
  • Geta sett saman trúverðugar verk-, fjárhags- og fjármögnunaráætlanir
  • Geta þróað teymi til að koma hugmyndum í framkvæmd

Hæfni

  • Geta þróað og framkvæmt eigin hugmynd (viðskipaáætlun, styrkumsókn, listafurð, listviðburð eða annað sambærilegt).
  • Geta gert grein fyrir hvaða aðferðarfræði, fagþekking, eða hvaða nálgun er nýtt við gerð verkefnis.
  • Geta gert grein fyrir verkferlum og framleiðsluháttum við gerð verkefnis.
Umsjón:
Kennari
Karólína Stefánsdóttir
Stundakennari
 Nánar

Aðstoðarkennari
Guðný Gígja Skjaldardóttir
Undanfarar / Forkröfur:
Engir undanfarar / forkröfur skráðar á námskeiðið
Bækur:
Ekkert lesefni hefur verið skráð á þetta námskeið.
Annað lesefni: