310.6.0.VERK Verkefnastjórnun í skapandi greinum
Námskeiðslýsing:
Kynntar verða grunnhugtök í verkefnastjórnun og farið yfir gagnleg tæki og aðferðir við framkvæmd verkefna. Markmiðasetning, verkgreining, áætlanagerð, hlutverk verkefnastjórans, mannaráðningar, teymisval, áhættumat, hagsmunaaðilar, leiðtogafærni og samspil þessara þátta. Notaðir verða fjölbreyttir kennsluhættir sem virkja áhuga nemenda á að finna sér hlutverk og verkefni sem þeir brenna fyrir.
Hæfniviðmið:
Þekking
Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta þekkt;
- Helstu grunnhugtök í verkefnastjórnun
- Hagnýtar aðferðir við framkvæmd verkefna
- Áætlanagerð og verkferla í verkefnastjórnun
- Mikilvægi góðrar leiðtogahæfni og teymisvals
Leikni
Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta
- beitt þekkingu sinni við áætlanagerð og greiningu verkferla
- greint áhættuþætti og verkáætlun
- Unnið að skipulagningu og framkvæmd verkefna
Hæfni
Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta
- Framkvæmt algengar greiningar og notað mismunandi verkfæri við verkefnastjórnun
- Unnið að ýmsum lausnum tengdum verkefnastjórnun
- Starfað við verkefnastjórnun
Umsjón:
Undanfarar / Forkröfur:
Engir undanfarar / forkröfur skráðar á námskeiðið
Bækur:
Ekkert lesefni hefur verið skráð á þetta námskeið.
Annað lesefni:
Les- og kennsluefni: Ákvörðun kennara
Námsleiðir:
Skapandi greinar, Grunndiplóma (60 einingar) (Fyrsta ár, Haust)
Skapandi greinar, BA (180 einingar) (Fyrsta ár, Haust)
Skapandi greinar, BA (180 einingar) (Fyrsta ár, Haust)