Námsform:
Fjarnám   .
Námskeiðslýsing:

Fjallað er um samningagerð á hagnýtan hátt. Farið yfir helstu samninga sem notaðir eru í viðskiptalífinu, s.s. kaupsamninga, fjármögnunarsamninga af ýmsu tagi og samninga þeim tengdum. Markmið námskeiðsins er að nemendur fái yfirsýn yfir hefðbundin samningsákvæði,af hverju og hvernig þau eru gerð og verða til, þannig að nemendur öðlist skilning á aðferðum til að undirbúa og útbúa vandaða samninga.

Hæfniviðmið:

Þekking

  • Nemandi þekki viðurkennda lögfræðilega aðferðarfræði við samningagerð og fræðilegan grunn á mismunandi réttarsviðum.
  • Nemandi þekki algeng samningsákvæði og samningsform á mismunandi réttarsviðum.
  • Nemandi þekki uppbyggingu samninga og aðferðarfræði við að útbúa samninga á mismunandi réttarsviðum.
  • Nemandi þekki muninnn á skýrum og óljósum samningaákvæðum.
  • Nemandi þekki þau grundvallaratriði sem tengjast kröfum sem gerðar eru til samningsákvæða.

Leikni

  • Nemandi geti beitt viðurkenndum lögfræðilegum aðferðum við að útbúa algenga samninga á helstu réttarsviðum.
  • Nemandi geti beitt þekkingu sinni til þess að fara yfir samninga og gera tillögur til breytinga.
  • Nemandi geti nýtt sér þekkingu sína til þess að útbúa skýr samningsákvæði.
  • Nemandi geti greint á milli mismunandi samningsforma og beitt þekkingu sinni til þess að greina óskýr samningsákvæði frá skýrum samningsákvæðum.

Hæfni

  • Nemandi geti tekið sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstutt þær á lögfræðilegum grunn við samningagerð.
  • Nemandi hafi öðlast hæfni til að skrifa samningstexta og rökstyðja niðurstöðu sína.
  • Nemandi geti tjáð sig munnlega með skýrum hætti um lagaleg úrlausnarefni sem tengjast samningagerð á faglegan máta.
  • Nemandi hafi tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð til að sinna lögfræðistörfum sem og getuna til að vinna slík störf í samstarfi við aðra.
  • Nemandi hafi þróað nauðsynlega námshæfni til að geta tekist á við frekara nám í samningagerð.
  • Nemandi geti viðhaldið þekkingu sinni og aflað sér frekari þekkingar.
Umsjón:
Kennari
Ari Karlsson
Aðjúnkt
 Nánar

Kennari
Fróði Steingrímsson
Aðjúnkt
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Engir undanfarar / forkröfur skráðar á námskeiðið
Bækur:
Ekkert lesefni hefur verið skráð á þetta námskeið.
Annað lesefni: